GUÐRÚN KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR
EMBLA
lokaverkefni
Embla er seinasta verkefnið okkar á önninni fyrir utan Ask og svo uppsetningu útskriftarsýningarinnar. Tímaritið Embla er einstaklings tímarit þar sem hver nemandi hannar og brýtur um 16 blaðsíðna lífsstíls tímarit þar sem við ráðum alfarið efni blaðsins. Vinnslan á þessu tímariti sameinar alla þá kunnáttu sem við höfum öðlast gegnum námið þar sem við þurftum að gera allt frá því að hanna og setja upp allar efnissíður, leiðara og efnisyfirlit, auk kynningaropnu um okkur sjálf. Þar að auki þurfti hver nemandi að hanna þrjár heilsíðuauglýsingar, hálfsíðuauglýsingu, dálkaauglýsingu og forsíðu.
Ég hafði rosalega gaman af þessu verkefni (með smá breakdowns á köflum) þá sérstaklega gerð forsíðunnar. Ég fékk sem sagt þá hugmynd að leika mér með letur inn í stafina eða nafni blaðsins. Endaði með því að nota greinar frá fréttamiðlum sem allar eru jú bara um COVID-19 eða eldgosið í Fagradalsfjalli. Mér fannst þetta bæði skemmtileg og fyndin hugmynd þar sem það gefur innsýn á hvernig ástandið er búið að vera þessa önnina.
Hér getið þið lesið blaðið mitt í heildina.