top of page
IMG_20200321_164714-compressed.jpg

UM MIG

Guðrún Kristín Vilhjálmsdóttir heiti ég og er ég 27 ára gömul, fædd árið 1994. Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en hef þó verið á miklu flakki síðan ég var ­unglingur, eða alveg frá því að ég fór til Bandaríkjanna í skiptinám aðeins 17 ára gömul.


Eftir að ég útskrifaðist sem stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var ég eins og svo margir aðrir frekar týnd með hvað mig langaði að gera. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á list og alls kyns hönnun og stefndi alltaf á að fara í einhverskonar listrænt nám, en vissi þó aldrei hvað.

 

Að finna mig og það sem mig virkilega langar að gera hefur verið smá ferli. Fór ég meðal annars í Reykjavík Makeup School þar sem ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur. Hef verið á ansi víðum sviðum vinnumarkaðsins, allt frá því að starfa sem þjónn og sölumaður yfir í að vinna á dekkjaverkstæði og í fiskvinnslu. Það var svo þegar ég fór á námskeið hjá Prómennt með kennslu á öllum Adobe forritunum sem ég læri inn á þetta fag og heyri af grafískri miðlun í fyrsta skiptið.

 

Nú er hins vegar komið að lokasprettinum í þessu námi þar sem ég stefni á að útskrifast núna í maí. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en krefjandi nám sem ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa skráð mig í. Eftir útskrift stefni ég á áframhaldandi nám og er ég viss um að þessi reynsla muni veita mér frábæran grunn fyrir það.

bottom of page