GUÐRÚN KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR
Ráðstefnuverkefni
sinna
Þetta var án efa stærsta verkefni annarinnar. Verkefnið snerist um það að búa til hóp eða samtök sem halda ráðstefnu um jafnréttismál af einhverjum toga. Samtökin þurfa nafn, stefnumál, áherslur og kennimerki. Einnig þurftum við að hanna og vinna öll gögn í kringum ráðstefnuna þ. e. dagskrá, matseðil, dreifibréf, barmmerki, tvo aukahluti, möppu, umbúðir og svo app.
RÁÐSTEFNAN
Samtökin mín heita Sinna og eru dýravelferðasamtök. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna dýra af öllu tagi og einkum þeirra sem eru í mikilli útrýmingarhættu af völdum veiðiþjófa eða svo kölluðum trophy veiðimönnum.
Meira en 125,000 dýr eru drepin á ári hverju fyrir einungis svo kallað verðlaunin af þeim, þar að segja tennur þess, skinn og þess háttar. Þetta er í langflestum tilfellum framandi dýr sem eru nú þegar í mikilli útrýmingarhættu. Þessar veiðar kallast „trophy hunting“. Eftir sóttustu dýrin til að drepa er þau svokölluðu „Big Five“ sem samanstendur af fimm merkustu dýrum Afríku sem talin eru þau stærstu og hættulegustu til veiða. Allt eru þetta tegundir sem eru í mikilli útrýmingarhættu og eru þetta ljón, hlébarðar, nashyrningar, fílar og vísundar.
Samtökin ætla að fræða almenning um dýravelferð almennt, hvar við getum bætt okkur og hvernig við getum gert betur. Fjalla um þann gríðarlega fjölda dýra sem verið er að veiða og drepa á hverju ári og hvernig við getum haft áhrif á það. Einnig farið út í þau áhrif sem þessi svo kölluðu trophy veiðar hafa á dýralífið okkar og hvaða aðgerðir þarf að taka til að koma veg fyrir að sjaldgæfustu dýrategundirnar deyi alveg út.
KENNIMERKIÐ
Kennimerkið eða lógóið vann ég á nokkra mismunandi vegu, vann það í litunum Pantone 548 og Pantone 630. Einnig er það í einlit, bæði hvítu og svörtu og svo rastað.
DREIFIBRÉF
Dreifibréf eða flyer sem er dreift á heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Á drefiibréfinu kemur smá texti um ráðstefnuna og samtökin sem halda hana.
Unnið í stærðinni 150mm x 210mm.
Unnið fyrir CMYK prentun.
DAGSKRÁ
Unnið sem landscape A4 í túristabroti.
Unnið fyrir CMYK prentun.
Vann með mynd af gluggunum í Hörpu og bjó einnig til graffík sem líkist þeim sem ég notaði svo áfram á öll gögnin mín.
AUGLÝSINGAR
DAGBLAÐSAUGLÝSING
Dagblaðsauglýsing unnin fyrir 80 dálk cm í Fréttablaðið.
Landscape, 260mm x 151mm.
SKJÁAUGLÝSING
Skjáauglýsing unninn fyrir billboard.
Sterk skilaboð sem vekja áhuga.
Einfalt og sjónrænt.
BARMMERKI
Stærð barmmerkja er 74.25mm x 105mm.
Unnið fyrir CMYK offset prentun.
Vann það þannig að fjölfjöldunin passaði fullkomlega svo engin skil yrðu þegar það yrði skorið.
MATSEÐILL
Hannaður á A4 í túristabroti.
Gerði hann bæði á íslensku og ensku.
Unnið fyrir CMYK.
MAPPA
Mappa undir ráðstefnu gögn.
Unnið fyrir CMYK
Litur og graffík í samræmi við önnur gögn.
ASKJA
Hannað sem gjafa askja undir aukahlutina sem ég bjó til í framtíðarstofunni.
Unnið fyrir CMYK.
AUKAHLUTIR
Þeir aukahlutir sem ég bjó til í framtíðarstofunni.
Gerði gjafapoka með lógó samtakanna.
Tvo litla fíla, annar sem lyklakippa sem er einnig símastandur.
FRUMGERÐ AF APPI
Appið var unnið í Adobe XD og inn á appinu er hægt að nálgast helstu upplýsingar um ráðstefnuna, samtökin og dagskránna.
Hægt er að skoða appið með því að skanna qr kóðann á myndinni eða smella á hnappinn.
Skoðaðu appið